Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. mars 2020 20:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætluðu að afhenda Liverpool bikarinn fyrr
Mikil fagnaðarlæti þegar Leicester tók við titlinum 2016.
Mikil fagnaðarlæti þegar Leicester tók við titlinum 2016.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
John Cross, blaðamaður á Mirror, segir frá því í grein sinni að toppar í ensku úrvalsdeildinni hafi rætt saman og ætluðu þeir sér að finna leið til að krýna Liverpool meistara áður en byrjað var að fresta leikjum vegna kórónaveirunnar.

Topparnir sáu fram á óvissutíma vegna veirunnar og Liverpool er einungis tveimur sigrum frá því að tryggja titilinn. Uppleggið var samkvæmt leyniáætlunin að krýna Liverpool meistara í fyrsta sinn laugardaginn 21. mars sem hefði verið fyrsti meistaratitilinn í 30 ár.

Titilinn hefði verið kominn í hús með sigrum gegn Everton og Crystal Palace. Samkomulag hafði ekki náðst en viðræður áttu sér stað svo að stuðningsmenn gætu fagnað með liðinu á Anfield.

Það er óheyrt að titli sé fagnað svona snemma á árinu en úrvalsdeildin var tilbúin í að gera undantekningu vegna stöðunnar í heiminum en áður en það gat gerst var lokað á nær allan fótbolta í heiminum.

Samkvæmt grein Cross kemur það ekki til greina að núlla út þetta tímabil en næsti fundur félaganna verður á föstudag. Miklar líkur eru á því að mótið fari af stað fyrir luktum dyrum þegar hægt verður að byrja upp á nýtt.
Athugasemdir
banner
banner
banner