Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 30. mars 2023 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Breiðablik gerði jafntefli við lið úr spænsku deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Alhama 2 - 2 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('26)
1-1 Kuki ('62)
1-2 Agla María Albertsdóttir ('73)
2-2 Boho Sayo ('87)


Birta Georgsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu mörkin er Breiðablik og Alhama skildu jöfn í æfingaleik á Spáni.

Breiðablik er í æfingaferð og mætti spænska félaginu Alhama CF, sem er í harðri fallbaráttu í efstu deild á Spáni.

Blikakonur tóku forystuna í sitthvorum hálfleiknum en það dugði ekki til vegna þess að heimakonum tókst að jafna í bæði skiptin.

Lokatölur urðu því 2-2 en Breiðablik er á undirbúningstímabilinu á meðan Alhama er á miðri leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner