
Alhama 2 - 2 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('26)
1-1 Kuki ('62)
1-2 Agla María Albertsdóttir ('73)
2-2 Boho Sayo ('87)
Birta Georgsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu mörkin er Breiðablik og Alhama skildu jöfn í æfingaleik á Spáni.
Breiðablik er í æfingaferð og mætti spænska félaginu Alhama CF, sem er í harðri fallbaráttu í efstu deild á Spáni.
Blikakonur tóku forystuna í sitthvorum hálfleiknum en það dugði ekki til vegna þess að heimakonum tókst að jafna í bæði skiptin.
Lokatölur urðu því 2-2 en Breiðablik er á undirbúningstímabilinu á meðan Alhama er á miðri leiktíð.
Athugasemdir