Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. mars 2023 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland æfði ekki í dag
Haaland gæti misst af stórleiknum gegn Liverpool. Hann er kominn með 42 mörk í 37 leikjum frá komu sinni til City. Hreint ótrúleg tölfræði.
Haaland gæti misst af stórleiknum gegn Liverpool. Hann er kominn með 42 mörk í 37 leikjum frá komu sinni til City. Hreint ótrúleg tölfræði.
Mynd: Getty Images

Erling Braut Haaland æfði ekki með leikmannahópi Manchester City í dag og er óljóst hvort hann verði tilbúinn til að stíga beint inn í byrjunarliðið hjá Englandsmeisturunum þegar þeir taka á móti Liverpool í risaslag í hádeginu á laugardaginn.


Haaland missti af landsleikjum Noregs gegn Spáni og Georgíu á dögunum þar sem liðsfélögum hans tókst ekki að krækja sér í nema eitt stig.

Markavélin óstöðvandi er enn að glíma við nárameiðslin sem hann hlaut í stórsigri gegn Burnley í enska bikarnum fyrir landsleikjahlé, en Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim sigri.

Hann var hjá sérfræðingum á Spáni í nokkrar vikur áður en hann sneri aftur til Manchester, þar sem hann æfir einn síns liðs og bíður eftir að geta æft aftur af fullum krafti með liðsfélögunum.

Það er þó enn góður möguleiki á að Haaland komi við sögu gegn Liverpool en talið er ólíklegt að hann byrji þá viðureign.

Man City þarf sigur í titilbaráttunni þar sem liðið er átta stigum eftir toppliði Arsenal, en með leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner