Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 30. apríl 2021 17:02
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin í Selfoss (Staðfest)
watermark Gary Martin er kominn í Selfoss.
Gary Martin er kominn í Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gary Martin er genginn í raðir Selfyssinga í Lengjudeildinni. Selfoss er nýliði í deildinni.

Samningi Martin við ÍBV var rift í vikunni í kjölfar agabrots en liðsfélagi hans kærði hann fyrir að dreifa nektarmynd af sér.

Tilkynning Selfyssinga:

Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV. Gary er markaskorari að af guðs náð og kemur til með að styrkja okkar lið mikið.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli og fullur tilhlökkunar. Ég þekki Dean (þjálfara liðsins) og ég veit að hann mun ná því besta út úr mér. Það eru spennandi tímar í fótboltanum á Selfossi, liðið er nýkomið upp og er að stefna í rétta átt,” segir Gary.

„Mér finnst Selfoss liðið sjálft spennandi. Leikmennirnir í liðinu eru hæfileikaríkir og það eru margir ungir leikmenn í liðinu sem vilja ná langt.”

Við bjóðum Gary hjartanlega velkominn á Selfoss og við hlökkum til samstarfsins!
Athugasemdir
banner