Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Setien: Auka skiptingar koma niður á okkur
Mynd: Getty Images
Quique Setien, þjálfari Barcelona, telur að tímabundin regla er varðar skiptingar muni koma niður á leikstíl liðsins í lokahnykk spænska deildartímabilsins. Í stað þriggja skiptinga á leik mega lið gera fimm skiptingar.

Leikstíll Barcelona gegn smærri liðum gengur út á það að þreyta andstæðingana og skorar liðið mikið af mörkum í seinni hluta síðari hálfleikja.

„Ég held að þetta muni koma niður á okkur vegna leikstílsins. Við vitum að margir leikir ákveðast á lokamínútunum og nú hefur andstæðingurinn möguleika á að setja ferska leikmenn inn á þeim kafla leiksins," sagði Setien.

Spænska deildin fer af stað 11. júní og hafa félög því afar lítinn undirbúningstíma. Leikmenn Barca byrja eðlilegar hópæfingar 1. júní og fá því aðeins tíu daga til að stilla sig saman fyrir fyrsta leik.

„Við hefðum viljað meiri tíma. Ég vona að það verði ekki mikið um meiðsli, ég vona að þetta verði ekki eins slæmt og við erum að búast við."

Barca er á toppi spænsku deildarinnar með tveggja stiga forystu á Real Madrid þegar ellefu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner