Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn velja Gylfa sem einn þann ofmetnasta
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RoyalBlueMersey er vefsíða þar sem stuðningsmenn Everton skrifa um knattspyrnufélagið Everton. Á dögunum var tekinn saman listi um ofmetnustu leikmenn sem spilað hafa fyrir Everton á síðustu árum.

Gylfi Þór Sigurðsson er á listanum þó hann hafi nú yfirleitt ekki fengið mikla hlýju frá stuðningsmönnum Everton frá því hann gekk í raðir félagsins árið 2017.

„Fyrsta tímabil hans var vonbrigði eftir að hann kom fyrir 45 milljónir punda frá Swansea en það voru ákveðnir þættir sem hjálpuðu honum ekki; hann fékk ekkert undirbúningstímabil með liðinu, bæði Ronald Koeman og Sam Allardyce settu hann út á kant og hann átti í vandræðum með meiðsli."

„Þrátt fyrir að hann hafi skorað 14 mörk á síðustu leiktíð þá á hann enn erfitt uppdráttar. Þetta tímabil hefur verið augljós hörmung, en á síðasta ári virtist mikið af því hrósi sem hann fékk vera óverðskuldað. Sigurðsson hefur einfaldlega aldrei verið kaupin sem stuðningsmenn Everton vonuðust eftir eða bjuggust við að hann yrði. Það er aðallega vegna þess að hann skortir hraða og vegna þess að hann hefur aldrei náð að festa sig í einhverri stöðu í byrjunarliðinu."

Aðrir „ofmetnir" leikmenn á listanum eru Ramiro Funes Mori, Muhamed Besic, Gerard Deulofeu, Kevin Mirallas.
Athugasemdir
banner
banner