Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferguson borinn saman við Kane: Ég spila bara minn leik
Mynd: Getty Images

Evan Ferguson framherji Brighton hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.


Þessi 18 ára gamli írski framherji gekk til liðs við félagið frá Boheimians í heimalandinu á síðasta tímabili. Hann lék 25 leiki á ný liðinni leiktíð og skoraði 10 mörk.

Margir hafa líkt honum við Harry Kane.

„Þegar ég hitti fólk kemur það og segir „Ég hélt að þú værir miklu stærri en þetta. Ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu." Ég veit ekki hvort það sé Harry Kane, ég spila bara minn leik," sagði Ferguson.


Athugasemdir
banner
banner
banner