Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fim 30. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Svona er fótboltinn stundum
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já þetta var svekkjandi en svona er fótboltinn stundum. Við getum verið svekktir í kvöld en svo höldum við bara áfram að elta þá." Sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Frammistaðan var mjög góð. Getum verið sáttir með hana. Mér fannst við vera bara betri en þeir, sterkari og hraðari en þeir. Við hlutum meira og vorum sterkari í baráttunni þannig þetta var pínu svekkjandi en við höldum áfram."

Bæði lið spiluðu frekar taktískan bolta en það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna oft á tíðum til að opna leikinn upp.

„Já ég er sammála. Mér leið svona þegar það var komið þetta langt í leikinn að liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn. Mér fannst við kannski geta verið aðeins beittari fram á við og skjóta oftar á markið en það kemur bara." 

Breiðablik fékk á sig jöfnunarmark á 92.mínútu leiksins og var það virkilega svekkjandi fyrir heimamenn.

„Já það var svekkjandi. Hvort að Anton átti að verja þetta eða ekki skiptir ekki máli núna. Við höldum bara áfram. Við gerum mistök saman og vinnum saman." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner