Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   fim 30. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið fjör framundan í íslenska boltanum þar sem tveir stórleikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í dag. Fjögur topplið deildarinnar mætast í æsispennandi innbyrðisviðureignum.

Valur byrjar á heimavelli gegn Stjörnunni, þar sem stjörnum prýddir Valsmenn eru í þriðja sæti - tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna í fjórða sæti.

Að leikslokum fer risaslagur af stað þar sem ógnarsterkt lið Breiðabliks tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings R. í toppslagnum.

Víkingar eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, með 21 stig eftir 8 umferðir.

Þá eru þrír leikir á dagskrá í Lengjudeild kvenna, þar sem topplið Fram tekur á móti HK á meðan Grótta getur komið sér í frábæra stöðu með sigri gegn ÍR í Breiðholti.

Grindavík og ÍBV eigast svo við í botnslag Lengjudeildarinnar áður en Kári spilar við KFK í 3. deild.

Besta-deild karla
18:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
20:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:00 Grindavík-ÍBV (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
19:15 ÍR-Grótta (ÍR-völlur)
19:15 Fram-HK (Lambhagavöllurinn)

3. deild karla
19:15 Kári-KFK (Akraneshöllin)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 5 3 1 1 5 - 4 +1 10
2.    FHL 5 3 1 1 13 - 14 -1 10
3.    ÍA 5 3 0 2 9 - 7 +2 9
4.    Fram 5 2 2 1 13 - 6 +7 8
5.    HK 5 2 2 1 13 - 7 +6 8
6.    Grótta 5 2 2 1 9 - 6 +3 8
7.    Grindavík 5 2 1 2 3 - 3 0 7
8.    Selfoss 5 1 2 2 9 - 10 -1 5
9.    ÍR 5 1 0 4 5 - 16 -11 3
10.    ÍBV 5 0 1 4 6 - 12 -6 1
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 7 5 1 1 26 - 12 +14 16
2.    Augnablik 6 5 0 1 20 - 8 +12 15
3.    Víðir 6 4 1 1 20 - 9 +11 13
4.    Árbær 6 4 1 1 16 - 10 +6 13
5.    Magni 6 4 1 1 10 - 8 +2 13
6.    Elliði 7 3 1 3 13 - 20 -7 10
7.    KFK 7 3 0 4 15 - 20 -5 9
8.    Sindri 6 2 0 4 12 - 15 -3 6
9.    ÍH 7 2 0 5 18 - 23 -5 6
10.    Hvíti riddarinn 7 2 0 5 10 - 20 -10 6
11.    Vængir Júpiters 7 1 1 5 15 - 23 -8 4
12.    KV 6 1 0 5 7 - 14 -7 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner