Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. maí 2025 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Glódís: Maður segir þetta oft eftir leiki og oft er það algjört rugl
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullusvekkt. Mér fannst frammistaðan og framlag liðsins algjörlega til fyrirmyndar. Mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik. Maður segir þetta oft eftir leiki og það er oft algjört rugl, en í dag fannst mér við virkilega eiga sigur skilið," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Noreg í Þjóðadeildinni.

Stelpurnar okkar tóku forystuna í fyrri hálfleik og voru með hana lengst af, en Noregur jafnaði í lokin. Markið sem þær skoruðu var sjálfsmark Glódísar. Hún gat lítið gert í því.

Lestu um leikinn: Noregur 1 -  1 Ísland

„Auðvitað er þetta drullusvekkjandi og það er leiðinlegt að það sé á mínum herðum að þetta fór svona."

Finnst þér þetta þá vera á þinni ábyrgð?

„Þetta er ástæðan fyrir því að við förum heim með eitt stig en ekki þrjú. En að sama skapi, ef ég tek ekki boltann þá skorar hún fyrir aftan mig. Ég veit ekki hvað ég hefði getað gert öðruvísi. Auðvitað er þetta ömurlegt. Ég mun horfa á þetta aftur og hugsa hvað ég hefði getað gert. Ég vissi af henni fyrir aftan mig og vissi að ég þyrfti að taka boltann en það hefði verið betra að setja hann ekki þarna," sagði Glódís.

„Það er ekki gaman að leikurinn endi svona út af þessu mómenti. Það er kannski betra að þetta sé á mínum herðum en einhvers annars því frammistaðan var algjörlega til fyrirmyndar og margt sem við getum tekið með úr þessum leik. Ég er gríðarlega stolt af liðinu og gaman að sjá hvað við vorum hugrakkar."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner