Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. maí 2025 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói B: Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um það
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, vorum mjög öflugir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við tókum yfir leikinn algjörlega og kláruðum hann í fyrri hálfleik," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir 0-3 útisigur á Fjölni í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 ÍR

„Þannig séð gerist ekki mikið í seinni hálfleik sem hentaði okkur ágætlega, við vorum bara með algjöra stjórn á leiknum fannst mér og fannst þeir aldrei líklegir til að gera eitthvað."

„Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um það,"
sagði Jói og hló, eftir að fréttamaður sagði við hann að seinni hálfleikurinn hefði verið sá leiðinlegasti sem hann hefði séð.

„Við hefðum átt að skora fleiri mörk úr opnum leik í dag, það gleður mann alltaf að skora, hvernig sem mörkin koma."

ÍR hefur farið frábærlega af stað í mótinu, liðið er með ellefu stig eftir fimm fyrstu leikina.

„Í langan tíma höfum við verið með nokkuð gegnheila frammistöðu og skilað ágætis úrslitum. Þetta kemur ekkert sérlega á óvart, við erum með bara með flott lið."

Það voru miklar breytingar á ÍR hópnum í vetur og þá hélt Árni Freyr Guðnason, samstarfsmaður Jóa, í Árbæinn og tók við Fylki.

„Við missum mjög góða leikmenn í fyrra, erum búnir að gera þokkalega vel í að fá menn í staðinn og erum búnir að halda kjarnanum í liðinu. Auðvitað veit maður ekki fyrir fram hvað framtíðin ber í skauti sér, við erum bara ánægðir með þann stað sem við erum á, erum búnir að tengja fleiri menn inn í hópinn. Mér finnst við vera með fleiri möguleika í hópnum í dag, þó að við höfum verið með marga mjög góða leikmenn í fyrra," segir Jói.

Í lok viðtalsins var hann spurður út í hafsentaparið og má sjá svör hans við þeirri spurningu sem og öllum hinum í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner