Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig um mætinguna á Meistaravelli: Biðla til fólks að halda áfram að styðja við bakið á okkur
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   fös 30. maí 2025 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói B: Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um það
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, vorum mjög öflugir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við tókum yfir leikinn algjörlega og kláruðum hann í fyrri hálfleik," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir 0-3 útisigur á Fjölni í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 ÍR

„Þannig séð gerist ekki mikið í seinni hálfleik sem hentaði okkur ágætlega, við vorum bara með algjöra stjórn á leiknum fannst mér og fannst þeir aldrei líklegir til að gera eitthvað."

„Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um það,"
sagði Jói og hló, eftir að fréttamaður sagði við hann að seinni hálfleikurinn hefði verið sá leiðinlegasti sem hann hefði séð.

„Við hefðum átt að skora fleiri mörk úr opnum leik í dag, það gleður mann alltaf að skora, hvernig sem mörkin koma."

ÍR hefur farið frábærlega af stað í mótinu, liðið er með ellefu stig eftir fimm fyrstu leikina.

„Í langan tíma höfum við verið með nokkuð gegnheila frammistöðu og skilað ágætis úrslitum. Þetta kemur ekkert sérlega á óvart, við erum með bara með flott lið."

Það voru miklar breytingar á ÍR hópnum í vetur og þá hélt Árni Freyr Guðnason, samstarfsmaður Jóa, í Árbæinn og tók við Fylki.

„Við missum mjög góða leikmenn í fyrra, erum búnir að gera þokkalega vel í að fá menn í staðinn og erum búnir að halda kjarnanum í liðinu. Auðvitað veit maður ekki fyrir fram hvað framtíðin ber í skauti sér, við erum bara ánægðir með þann stað sem við erum á, erum búnir að tengja fleiri menn inn í hópinn. Mér finnst við vera með fleiri möguleika í hópnum í dag, þó að við höfum verið með marga mjög góða leikmenn í fyrra," segir Jói.

Í lok viðtalsins var hann spurður út í hafsentaparið og má sjá svör hans við þeirri spurningu sem og öllum hinum í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner