Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. júní 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Newcastle hefur fengið einn besta unga varnarmann Evrópu"
Botman með treyju Newcastle.
Botman með treyju Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á dögunum var Sven Botman kynntur sem nýr leikmaður Newcastle en þessi 22 ára hollenski miðvörður var keyptur frá Lille.

„Ástæðan fyrir því að ég vildi fara til Newcastle er þetta spennandi verkefni sem er hjá félaginu og það hefur alltaf verið draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni. AC Milan var líka spennandi kostur en Newcastle var á endanum meira spennandi," segir Botman.

„Ég vildi fara til Newcastle í janúar en félögin náðu ekki saman. Kannski var það gott á endanum því nú fæ ég viðeigandi undirbúning og gat kvatt Lille á fallegan hátt. Það var heldur engin refsing fyrir mig að komast ekki til Newcastle í janúar því ég vissi að að væru tveir frábærir Meistaradeildarleikir gegn Chelsea framundan."

Luke Edwards, sérfræðingur BBC, segir að Botman sé einn besti ungi varnarmaður í Evrópu.

„Það er risastórt fyrir Newcastle að hafa skákað AC Milan, einn af risum evrópska fótboltans, í baráttunni um Botman. Hann vildi fara til Newcastle en fyrir ári síðan hefði hann 100% valið AC Milan. Það sýnir bara hversu kraftmikið Newcastle er strax orðið," segir Edwards.

„Hann er einn besti ungi varnarmaður Evrópu. Það vakna alltaf spurningar þegar leikmenn koma frá frönsku deildinni í þá ensku, varðandi líkamlegan styrk og hraða. En Botman kom úr unglingastarfi Ajax og fékk gott fótboltalegt uppeldi."

„Í janúar var Newcastle að fá inn leikmenn í kringum þrítugt til að koma liðinu úr vandræðum. Nú er horft til yngri leikmanna sem geta vaxið með félaginu og verið næsti þrjú til fimm ár. Kaupin á Botman eru mjög mikilvæg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner