Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 30. júlí 2023 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þurfum sama sóknarleikinn og var fyrri partinn þá erum við í toppmálum"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Hundsvekkjandi að vera einum fleiri frá 2. mínútu og ná ekki að klára þetta. VIð erum vonsviknir með eitt stig," sagði Birkir Valur Jónsson sem bar fyrirliðabandið hjá HK í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn KA á Akureyri.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Mér finnst eins og við slökum aðeins á, spilum hægt. Við leyfum þeim að liggja aftur og náum ekki að opna þá, þeir vörðust vel og við höfðum engin svör við því."

KA menn spiluðu ekki eins og þeir eru vanir.

„Það var skrítið að vera einum fleiri og þeir mjög aftarlega. Við höfum spilað tvisvar áður við KA á þessu tímabili og þeir hafa pressað okkur framar," sagði Birkir Valur.

„Okkur fannst inn í klefanum að við hefðum bara verið í fyrsta eða öðrum gír og ættum inni meira tempó og við vorum að tapa 50/50 boltum í fyrri hálfleik. Bættum það aðeins og fáum gott mark eftir aukaspyrnu en náum ekki að fylgja því eftir," sagði Birkir Valur.

Þetta var fjórða jafntefli HK í röð.

„Við fáum á okkur mörg mörk fyrri partinn í mótinu, tökum svo aðeins til í varnarleiknum. Við erum búnir að verjast vel síðustu 4-5 leiki. Nú þurfum við bara sama sóknarleikinn og var fyrri partinn á mótinu með þessu þá erum við í toppmálum," sagði Birkir Valur.


Athugasemdir
banner