Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hudson-Odoi búinn að skrifa undir
Mynd: EPA
Mynd: Nottingham Forest
Kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi er búinn að skrifa undir nýjan samning við Nottingham Forest.

Hudson-Odoi átti ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við félagið áður en hann skrifaði undir.

Hann er mikilvægur leikmaður undir stjórn Nuno Espírito Santo. Hann kom að 8 mörkum í 31 úrvalsdeildarleik á síðustu leiktíð og er búinn að skora eitt mark í tveimur leikjum á nýju tímabili.

Hudson-Odoi hefur verið í byrjunarliði Forest í fyrstu tveimur leikjum deildartímabilsins og var meðal bestu leikmanna vallarins í jafnteflisleik gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

Kantmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis önnur félög en verður áfram í Nottingham. Hann er spenntur fyrir að spila með liðinu í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner