Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema með þrennu og Retegui tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Karim Benzema skoraði þrennu í stórsigri Al-Ittihad.

Steven Bergwijn lagði upp fyrsta markið fyrir Benzema og tvöfaldaði sjálfur forystuna skömmu síðar og var staðan 1-3 í hálfleik.

Benzema skoraði eftir stoðsendingu frá Fabinho skömmu eftir leikhlé og fullkomnaði svo þrennuna síná á 60. mínútu. Lokatölur urðu 2-5 og byrjar Al-Ittihad nýtt tímabil af krafti.

Danilo Pereira, N'Golo Kanté, Moussa Diaby og Houssem Aouar voru einnig í byrjunarliðinu undir stjórn Laurent Blanc.

Mateo Retegui skoraði þá tvennu í sigri Al-Qadisiya gegn Al-Najma. Nacho Fernández, Nahitan Nández og Koen Casteels voru einnig í byrjunarliði Al-Qadisiya.

Al-Fayha sigraði að lokum gegn Al-Fateh og er fyrstu umferð á nýju deildartímabili þar með lokið.

Al-Okhdood 2 - 5 Al-Ittihad
0-1 Karim Benzema ('4)
0-2 Steven Bergwijn ('7)
1-2 Juan Pedroza ('27)
1-3 S. Al-Rubaie ('29, sjálfsmark)
1-4 Karim Benzema ('51)
2-4 Juan Pedroza ('57)
2-5 Karim Benzema ('60)

Al-Qadisiya 3 - 1 Al-Najma
1-0 Mateo Retegui ('5)
2-0 Julian Quinones ('45)
2-1 Ali Adnan ('54)
3-1 Mateo Retegui ('95)

Al-Fateh 1 - 2 Al-Fayha
0-1 Jason Remeseiro ('15)
0-2 Alfa Semedo ('45+4)
1-2 Z. Youssouf ('45+12)
Rautt spjald: A. Sbai, Al-Fateh ('21)
Rautt spjald: K. Al-Rammah, Al-Fayha ('28)
Athugasemdir