Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Como tapaði og jafnt hjá Atalanta - Íslendingar byrjuðu
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans, þar sem lærisveinar Cesc Fábregas í liði Como töpuðu á útivelli gegn Bologna.

Riccardo Orsolini skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu. Leikurinn var nokkuð jafn og eru bæði lið með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

Atalanta er aðeins með tvö stig eftir að hafa gert jafntefli í Parma.

Leikurinn var afar jafn en Mario Pasalic tók forystuna fyrir gestina á 79. mínútu. Gleði Atalanta lifði skammt því Patrick Cutrone skoraði jöfnunarmark á 85. mínútu. Lokatölur 1-1.

Parma er með eitt stig eftir tap gegn Juventus í fyrstu umferð.

Bjarki Steinn Bjarkason var þá í byrjunarliði Venezia sem gerði markalaust jafntefli við Juve Stabia í Serie B deildinni.

Bjarki spilaði fyrstu 76 mínútur leiksins en Feneyingar voru leikmanni færri stærsta hlutann. Þeir eiga fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Kristófer Jónsson lék þá í 1-1 jafntefli hjá Triestina gegn Lecco í Serie C. Triestina er með eitt stig eftir tvær umferðir.

Óttar Magnús Karlsson lék að lokum allan leikinn þegar Renate gerði 1-1 jafntefli við Giana Erminio í Serie C. Hann skoraði í fyrstu umferð tímabilsins og er Renate með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina.

Bologna 1 - 0 Como
1-0 Riccardo Orsolini ('59 )

Parma 1 - 1 Atalanta
0-1 Mario Pasalic ('79 )
1-1 Patrick Cutrone ('85 )

Juve Stabia 0 - 0 Venezia

Triestina 1 - 1 Lecco

Renate 1 - 1 Giana Erminio

Athugasemdir