Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   lau 30. ágúst 2025 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Andri Fannar byrjaði í tapi - Osimhen og Icardi skoruðu
Mynd: Kasimpasa
Mynd: Galatasaray
Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Kasimpasa sem tapaði heimaleik í efstu deild tyrkneska boltans í dag.

Kasimpasa tók á móti Gaziantep og var tveimur mörkum undir í hálfleik, en lokatölur urðu 2-3 fyrir gestina. Andri Fannar spilaði nánast allan leikinn, hann var tekinn út á 88. mínútu.

Kasimpasa er án stiga eftir þrjá fyrstu leikina á deildartímabilinu.

Galatasaray er aftur á móti með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Davinson Sánchez, Victor Osimhen og Mauro Icardi skoruðu mörk liðsins í dag.

Galatasaray vann 3-1 gegn Rizespor og er með markatöluna 13-1. Mario Lemina, Lucas Torreira og Leroy Sané voru meðal byrjunarliðsmanna í dag og komu Wilfred Singo og Nicoló Zaniolo inn af bekknum ásamt Icardi.

Logi Tómasson leikur einnig í tyrknesku deildinni með liði Samsunspor, sem er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Samsunspor heimsækir Trabzonspor á erfiðum útivelli á morgun, í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.

Galatasaray 3 - 1 Rizespor
1-0 Davinson Sanchez ('20)
2-0 Victor Osimhen ('65)
2-1 D. Varesanovic ('73)
3-1 Mauro Icardi ('92)

Kasimpasa 2 - 3 Gaziantep

Kocaelispor 1 - 1 Kayserispor

Antalyaspor 1 - 2 Karagumruk

Athugasemdir