Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 10:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Aston Villa og Brighton: De Zerbi heldur áfram að gera markmannsbreytingar
Róterar mikið.
Róterar mikið.
Mynd: EPA

Sjöunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í dag en fyrsti leikurinn fer fram á Villa Park í Birmingham þar sem Aston Villa og Brighton mætast klukkan 11:30.


Bæði lið hafa farið vel af stað en heimamenn sitja í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Brighton er í því þriðja með fimmtán stig. Bæði lið féllu hins vegar úr leik í enska deildabikarnum í miðri viku.

Aston Villa er með gott tak á Brighton en liðið hefur unnið Brighton í síðustu fjórum úrvalsdeildarleikjum liðanna. Þá hefur Villa skorað tvö mörk í öllum þessum leikjum.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, gerir enga breytingu á sínu liði sem vann frábæran sigur á útivelli gegn Chelsea í síðustu umferð. Ítalinn Nicolo Zaniolo heldur sæti sínu en hann hefur komið sprækur inn í lið Villa.

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, gerir fjórar breytingar á sínu liði. Jason Steele kemur í markið og þá koma Solly March, Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood allir inn. Hinshelwood er einungis 18 ára og er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Pau Torres, Digne, Luiz, Kamara, McGinn, Diaby, Zaniolo, Watkins.
(Varamenn: Olsen, Diego Carlos, Tielemans, Traore, Chambers, Lenglet, Duran, Dendoncker, Ramsey.)

Brighton: Steele, Veltman, Webster, Dunk, Estupinan, March, Gilmour, Hinshelwood, Mitoma, Welbeck, Ferguson.
(Varamenn: Verbruggen, Lamptey, Julio, Dahoud, Joao Pedro, Baleba, Adingra, Van Hecke, Fati.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 27 10 +17 30
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
6 Man Utd 13 8 0 5 16 16 0 24
7 Newcastle 13 7 2 4 31 14 +17 23
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
11 Brentford 13 4 4 5 19 18 +1 16
12 Wolves 13 4 3 6 18 23 -5 15
13 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 13 3 4 6 16 21 -5 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 13 2 3 8 12 23 -11 9
18 Sheffield Utd 13 1 2 10 11 34 -23 5
19 Everton 13 4 2 7 14 20 -6 4
20 Burnley 13 1 1 11 10 32 -22 4
Athugasemdir
banner
banner