Enski miðjumaðurinn Curtis Jones var rétt í þessu rekinn af velli í leik Tottenham og Liverpool í Lundúnum.
Jones fékk upphaflega gula spjaldið fyrir brot á Yves Bissouma, en Simon Hooper, dómara leiksins, var bent á að kíkja betur á atvikið í VAR-skjánum.
Hann gerði það og breytti litnum á spjaldinu í rautt og var það sennilega hárréttur dómur.
Liverpool-menn geta lítið mótmælt þessu spjaldi og eru gestirnir nú manni færri þegar tæpur hálftími er búinn af leiknum.
Staðan er markalaus.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir