Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 17:03
Brynjar Ingi Erluson
Curtis Jones rekinn af velli í Lundúnum
Curtis Jones fær rauða spjaldið frá Hooper
Curtis Jones fær rauða spjaldið frá Hooper
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Curtis Jones var rétt í þessu rekinn af velli í leik Tottenham og Liverpool í Lundúnum.

Jones fékk upphaflega gula spjaldið fyrir brot á Yves Bissouma, en Simon Hooper, dómara leiksins, var bent á að kíkja betur á atvikið í VAR-skjánum.

Hann gerði það og breytti litnum á spjaldinu í rautt og var það sennilega hárréttur dómur.

Liverpool-menn geta lítið mótmælt þessu spjaldi og eru gestirnir nú manni færri þegar tæpur hálftími er búinn af leiknum.

Staðan er markalaus.

Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner