Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 14:32
Aksentije Milisic
Mourinho: Spurðiru hinn þjálfarann sömu spurningu eða bara okkur sem töpuðum?
Mynd: EPA

Jose Mourinho, stjóri AS Roma, var þungur á brún eftir tap liðsins gegn Genoa á fimmtudeginum síðasta. Albert Guðmundsson átti frábæran leik fyrir Genoa en hann skoraði fyrsta markið í óvæntum 4-1 sigri.


Roma hefur farið skelfilega af stað í Serie A deildinni á þessu tímabili en þetta er þriðja tímabilið undir stjórn Mourinho. Roma er einungis með fimm stig eftir sex leiki og hefur Mourinho sem stjóri aldrei byrjað tímabil jafn illa og nú. Hann var þó fljótur að benda á það að hann er búinn að fara með Roma í úrslitaleiki í Evrópu tvö ár í röð. Þá var hann einnig pirraður á spurningu fréttamannsins.

„Spurðir þú Gilardino (þjálfara Genoa) sömu spurningu eða spyrðu bara liðið sem tapaði leiknum? Þetta er að gerast vegna leikjaálags. Þeir spiluðu 48 klukkustundum á undan okkur og þeir misstu tvo leikmenn í meiðsli í fyrri hálfleik,” sagði Mourinho þegar fréttamaður spurði út í meiðsli í herbúðum Roma.

„Ég sá fimm leikmenn í Serie A fara af velli í síðustu umferð vegna vöðvameiðsla. Llorente tognaði hjá mér en hann hefur þurft að spila þrjá leiki á einni viku. Hann er reglulega meiddur svo þetta kom mér ekki á óvart.”

„Öll skot sem fara á markið okkar þessa daganna enda í netinu.”

Roma mætir Frosinone á heimavelli á morgun og ljóst er að mikil pressa verður á liðinu.


Athugasemdir
banner
banner