Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 30. september 2023 12:30
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Fíflaði sex leikmenn Napoli áður en hann skoraði
Mynd: EPA

Napoli vann öruggan 4-1 sigur á Udinese í miðri viku í Serie A deildinni en markið sem gestirnir skoruðu hefur vakið verðskuldaða athygli.


Þegar meistararnir voru í 3-0 forystu á 80. mínútu fékk Serbinn Lazar Samardzic boltann á miðjum velli og setti í fluggírinn. Hinn 21 árs gamli Lazar fíflaði sex leikmenn Napoli áður en hann kom boltanum í netið.

Geggjað einstaklingsframtak hjá þessum efnilega leikmanni en Isaac Success gerði einnig vel í markinu en hann tók svokallaðann „einn tvo” við Lazar á leið hans í átt að marki. Þetta huggulega mark má sjá með því að smella hér.

Udinese er í brasi en liðið er einungis með þrjú stig eftir sex leiki og er í fallsæti. Ítalíumeistararnir í Napoli sitja í fimmta sætinu með ellefu stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner
banner