fös 30. október 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon
Freyr: Hef ekki séð betri miðvörð en Glódísi
Kvenaboltinn
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir hefur spilað gríðarlega vel í hjarta varnarinnar hjá íslenska kvennalandsliðinu. Glódís er aðeins tvítug og leikur með Eskilstuna í Svíþjóð.

Hún er í gríðarlega miklum metum hjá Frey Alexanderssyni landsliðsþjálfara eins og fram kom í viðtali við hann í Innkastinu sem birt var hér á Fótbolta.net í gær.

„Hún er bara 20 ára gömul og ég hef ekki enn séð mikið betri miðvörð í kvennaboltanum. Kannski leikmenn á svipuðum „standard" og hún. Nú hef ég spilað við Bandaríkin, Svíþjóð og Noreg og hef ekki séð miðvörð sem er betri en hún. Hún gæti náð algjörlega í fremstu röð," segir Freyr.

Glódís var með kvennalandsliðinu á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Svíþjóð 2013 og segir Freyr að þar hafi hún öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist landsliðinu.

Kvennalandsliðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni Evrópumótsins.

Sjá einnig:
Innkastið - Freyr fer yfir byrjunina í riðlinum
Athugasemdir
banner
banner