Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 06:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferguson spilaði Giggs ekki í 5 leikjum fyrir viðureign gegn Ballack
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, segir frá því í hlaðvarpsþætti hjá Jamie Carragher að Sir Alex Ferguson hafi sagt við sig að hann myndi ekki spila í næstu fimm leikjum svo hann geti verið klár í viðureign gegn Michael Ballack, þáverandi leikmann Chelsea. Ástæðan var sú að Ballack þoldi ekki leikmenn sem hlypu mikið á móti sér.

Ferguson var á því að Giggs myndi valda Ballack vandræðum með því að hlaupa mikið á móti sér og sagði Giggs að valda því að Ballack fengi martraðir.

„Í mjög mörgum tilvikum treysti hann okkur til að spila ákveðið hlutverk í leikjum. Gegn Chelsea átti ég að spila á miðjunni. Hann sagði mér þremur vikum fyrir leikinn: 'Gegn Chelsea vil ég að þú verðir á miðjunni gegn Ballack. Hann þolir ekki þegar leikmenn hlaupa mikið á móti sér. Þú munt verða hans martröð'," sagði Giggs.

„Hvað með leikina sem eru núna framundan? spurði ég Ferguson. Hann svaraði mér: 'Gleymdu þeim. Einbeittu þér bara að því að vera klár geg Chelsea'."

Giggs mætti Ballack nokkrum sinnum á árunum 2006-2010. Þeir spiluðu báðir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 þegar United vann í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner