fös 30. október 2020 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari KR kallar eftir því að fjölgun liða verði skoðuð
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sumarið hefur verið erfitt fyrir KR.
Sumarið hefur verið erfitt fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er fellur úr Pepsi Max-deild kvenna ásamt FH en KSÍ tók í dag ákvörðun um að enda keppnistímabilið hér á landi vegna kórónuveirunnar.

Kvennalið KR hefur verið afskaplega óheppið í sumar og þurft að fara þrisvar sinnum í sóttkví. Liðið átti tvo leiki inni á liðin fyrir ofan og fjóra leiki eftir í heildina. Ef KR hefði unnið þá tvo leiki sem liðið á inni, þá hefði liðið verið einu stigi frá öruggu sæti.

„Það er erfitt að fá þessar fréttir, en maður verður að sýna því skilning að það eru sérfræðingar og stjórnvöld sem taka þessa ákvörðun, og kannski fátt annað í stöðunni eins og ástandið er núna," segir Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net.

Eins og áður segir þá hefur KR þrisvar sinnum farið í sóttkví í sumar og hefur það klárlega haft mikil áhrif á liðið.

„Þetta er búið að vera skrítið sumar og mjög erfitt sumar fyrir okkur. Við erum búin að æfa feykilega vel undanfarið og við höfðum vonast eftir því að mótið myndi klárast. Í ljósi stöðunnar þá vonar maður að menn horfi á einhverjar lausnir, það er erfitt að leysa úr svona. Maður vonar að menn fari jafnvel að horfa á hlutina í stærra samhengi í kjölfarið og taka skref fram á við í kvennaboltanum."

Jóhannes Karl telur að það sé góð lausn að fjölga í 12 lið í deildinni.

„Við vonumst til þess að því verði velt upp hvort 12 liða deild í kvennabolta sé eitthvað sem er möguleiki. Manni finnst eftir sumarið að það sé góður tímapunktur núna til að skoða þessa hluti," segir Jóhannes Karl.

„Að sjálfsögðu finnst manni eðlilegt að því sé velt upp. Eins og mótið spilast í sumar þá finnst manni lítil sanngirni í því að sitja ekki við sama borð og aðrir, og maður áttar sig á því að KSÍ hefur ekki stjórn á því sem kemur upp. Heilt yfir, ekki bara fyrir okkur heldur mörg lið, þá er mótið ekki á jafnréttisgrundvelli og eðlilegt út frá þeim forsendum að hlutirnir séu skoðaðir og reynt að gera það sem hægt er að gera til búa til einhverja sanngirni úr þessu sumri."

Deildin hefur verið mjög jöfn í sumar, fyrir utan efstu tvö liðin. Það munar sex stigum á liðinu í þriðja og níunda sæti.

„Það er hitt sem maður horfir á, með framsókn kvennaboltans. Það tók langan tíma að búa til 1. deild kvenna og hætta með riðlaskiptinguna. Það hefur sýnt sig að það hefur skilað sér í því að liðin sem eru að koma upp í Pepsi Max-deildina eru feykilega sterk og vel undirbúin. Þau eru frábær liðin sem komu upp í ár, bæði Þróttur og FH. Maður veltir þá upp þessari spurning, hvort það sé ekki kominn tími á að við förum í 12 liða deild."

„Breiðablik og Valur hafa haft ákveðið forskot sem gengur erfiðlega að nálgast, en liðin frá tíunda sæti upp í þriðja sæti í áru eru allt hörkulið og deildin feykilega jöfn."

Sjá einnig:
Svona enda deildirnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner