Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. nóvember 2020 19:06
Victor Pálsson
Ási Haralds tekur við Kára (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Kára í 2. deild karla en þetta kom fram í tilkynningu félagsins í kvöld.

Ásmundur er með mikla reynslu úr þjálfun en hann var síðast aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar hjá FH áður en sá síðarnefndi tók við Esbjerg í Danmörku,

Kári hafnaði í sjöunda sæti 2. deildarinnar í sumar en Gunnar Einarsson þjálfaði þá liðið. Gunnar hefur tekið við keflinu hjá Víkingi Ólafsvík.

Tilkynning Kára:

Ási Haralds nýr þjálfari Kára!

Nú rétt í þessu var gengið frá samningi við nýjan þjálfara hjá okkur Káramönnum og mun hann taka við starfi þjálfara liðsins núna 1.desember.

Ásmundur Haraldsson er með mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari, en sem leikmaður hefur hann spilað með KR, Þrótti R, ÍR, Gróttu, Skínanda, KFG og SR, en sem þjálfari hefur hann meðal annars stýrt Gróttu úr 3.deild í 1.deild, Skínanda, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og nú síðast aðstoðarþjálfari hjá FH. Þar að auki er Ási með mikla og góða menntun sem þjáflari en hann stefnir á að klára UEFA-PRO þjálfaragráðuna á næsta ári.

Það má því með sanni segja að hans prófill sé frábær í það mikla og góða starf sem Kári býður upp á fyrir unga og efnilega leikmenn í bland við kjarnahóp Kára sem inniheldur mikið af reynslumiklum leikmönnum.

Athugasemdir
banner
banner