Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bodö/Glimt bætti markamet norsku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Bodö/Glimt hefur verið að tröllríða norsku deildinni í ár og er búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn, enda með 18 stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Liðið er aðeins búið að tapa einum leik af 26 og er með 71 stig. Liðið er búið að bæta ýmis met í norska boltanum og í gær bætti liðið markamet efstu deildarinnar í 5-1 sigri gegn Rosenborg.

Bodö/Glimt er þar með búið að skora 90 mörk í 26 leikjum á tímabilinu, eða 3,46 á leik. Þar hefur hægri kantmaðurinn Philip Zinckernagel farið fremstur í flokki en hann hefur skorað 16 mörk og lagt 18 upp á tímabilinu.

Zinckernagel verður samningslaus um áramótin og getur því skipt um félag á frjálsri sölu í janúar.

Bodö/Glimt hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár og hefur gengi liðsins verið frábært þrátt fyrir sölur á lykilmönnum á borð við Håkon Evjen og Jens Petter Hauge. Evjen fór til AZ Alkmaar og Hauge til AC Milan.

Íslenski bakvörðurinn Alfons Sampsted er með fast sæti í byrjunarliði Bodö/Glimt.
Athugasemdir
banner
banner