Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. nóvember 2020 16:05
Elvar Geir Magnússon
Cavani sendir frá sér yfirlýsingu og biðst afsökunar
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani, sóknarmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar eftir að umræða fór í gang á samfélagsmiðlum að póstur hans á Instagram megi flokka sem kynþáttafordóma.

Cavani segir að skilaboðin hafi einfaldlega átt að vera ástúðleg kveðja til vinar hans. Hann hafi eitt færslunni um leið og honum var sagt að hægt væri að túlka skilaboðin á annan hátt.

Cavani var að svara vini sínum sem hafði sent honum hamingjuóskir eftir að úrúgvæski sóknarmaðurinn tryggði Manchester United sigur gegn Southampton.

„Það síðasta sem ég vildi gera var að hneyksla fólk. Ég er algjörlega mótfallinn kynþáttafordómum og vil biðjast afsökunar," segir Cavani.

Hann skrifaði 'Gracias negrito' í umræddri færslu á Instagram. Spænska orðið 'negrito' getur verið notað með niðrandi hætti.

Manchester United segir það ljóst að það hafi ekki verið neinn illur ásetningur á bak við skilaboð Cavani, félagið og leikmenn þess taki þátt í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að verið sé að skoða atvikið og beðið verði um útskýringar frá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner