mán 30. nóvember 2020 20:05
Victor Pálsson
Parker: Enginn bjóst við þessu
Mynd: Getty Images
Scott Parker, þjálfari Fulham, gat brosað í kvöld eftir 2-1 sigur liðsins á Leicester City en leikið var á King Power vellinum, heimavelli þess síðarnefnda.

Það eru margir sem spá því að Fulham fari niður í vetur en liðið var að vinna sinn annan deildarleik á tímabilinu.

Eftir þennan óvænta sigur er Fulham komið úr fallsæti og er einu stigi á undan West Brom sem er í 18. sætinu.

„Úrslit gefa þér trú og gefa þér sjálfstraust. Ég er búinn að fara yfir þetta með leikmönnunum, að þeir þurfi að skilja þær hindranir sem við þurfum að komast yfir," sagði Parker.

„Fólk horfir kannski neikvætt á það en það er raunveruleikinn. Ég féll tvisvar sem leikmaður og við verðum við það svæði á tímabilinu."

„Töpin munu skaða þig en á meðan það er enn möguleiki að vinna leiki þá verðuru að hafa trú. Við þurfum að halda áfram að trúa."

„Í kvöld heimsóttum við Leicester og allir héldu að við gætum ekki náð í úrslit en við gerðum það."

Athugasemdir
banner
banner
banner