Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. nóvember 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Haidara undir smásjá Man Utd - Barca vill Torres og Martial
Powerade
Amadou Haidara er kominn undir smásjá Man Utd.
Amadou Haidara er kominn undir smásjá Man Utd.
Mynd: EPA
Barcelona vill Ferran Torres.
Barcelona vill Ferran Torres.
Mynd: EPA
Marcelo Brozovic.
Marcelo Brozovic.
Mynd: Getty Images
Haidara, Torres, Pogba, Martial, Brozovic, Phillips og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Það er ýmislegt áhugavert í slúðrinu þennan þriðjudaginn.

Njósnarar Manchester United eru að fara að fylgjast með miðjumanninum Amadou Haidara (23) hjá RB Leipzig. Þessi landsliðsmaður Malí gæti orðið að skotmarki hjá United. (Mail)

Barcelona vill fá spænska framherjann Ferran Torres (21) frá Manchester City. Fulltrúar Barcelona ræddu við umboðsmenn Torres á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni. (Sport)

Barcelona hefur einnig áhuga á franska framherjanum Anthony Martial (25) hjá Manchester United. (Marca)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (28) ræddi á dögunum við Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain. Franska félagið segir að þeir hafi hist fyrir tilviljun. (Athletic)

West Ham hefur áhuga á miðverðinum Nathaniel Phillips (24) hjá Liverpool. (Football Insider)

Úlfarnir gætu lækkað verðmiða sinn á Adam Traore (25) niður í um 20 milljónir punda. Spænski vængmaðurinn á átján mánuði eftir af samningi sínum og hefur oft verið orðaður við Liverpool. (Football insider)

Leeds íhugar að gera tilboð í Mariano Diaz (28), framherja Real Madrid. Hann á einn landsleik fyrir Dóminíska lýðveldið. (Fichajes.net)

Malang Sarr (22), leikmaður Chelsea, er á óskalista Inter. Franski U21 landsliðsmaðurinn hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Inter síðan hann gekk í raðir ítalska félagsins 2020. (SportMediaset)

Newcastle er tilbúið að eyða 'svakalegum upphæðum' til að fá króatíska miðjumanninn Marcelo Brozovic (29) frá Inter. (Athletic)

Newacstle og AC Milan hafa áhuga á Renato Sanches (24), portúgalska miðjumanninum hjá Lille. (Calciomercato)

Flamengo hyggst gera janúartilboð í spænska miðvörðinn Pablo Marí (28) hjá Arsenal. (Football London)

Nuno Espirito Santo vonast til að snúa aftur í starf sem fyrst eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham. (Le10 Sport)
Athugasemdir
banner
banner