Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. nóvember 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Já, Guðjón Pétur"
Lengjudeildin
Guðjón Pétur og Einar Karl léku saman hjá Val.
Guðjón Pétur og Einar Karl léku saman hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson var kynntur sem nýr leikmaður Grindavíkur í síðustu viku. Þar hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn frá tíma sínum hjá Val því Guðjón Pétur Lýðsson er leikmaður Grindavíkur.

Þeir spiluðu saman á miðjunni hjá Val á árunum 2016-2018 og urðu þeir einu sinni bikarmeistarar saman og tvisvar sinnum Íslandsmeistarar.

Einar Karl ræddi við Fótbolta.net fyrr í vikunni og kom hann inn á Guðjón Pétur.

Var eitthvað eitt samtal frekar en annað sem náði að sannfæra Einar um að fara í Grindavík?

„Já, Guðjón Pétur," sagði Einar og glotti. „Nei nei, Grindavík sýndi í raun mesta áhugann. Bæði þjálfarar og stjórn og svo hringdi Guðjón Pétur nokkrum sinnum. Ég horfði í hvar áhuginn lá, Grindavík sýndi mér mikinn áhuga, voru mjög spenntir og sáu mig í stóru hlutverki. Mér fannst þetta vera tækifæri sem mig langaði að taka."

Var Guðjón Pétur sannfærandi?

„Hann er ákveðinn, ég hef spilað með honum áður og við náðum fáránlega góðum árangri saman. Hann er ótrúlega góður í fótbolta, það hjálpar manni að taka svona ákvörðun að vita að maður er með góðum fótboltamönnum í liði."

„Við náum vel saman, hann er góður í rífa menn með sér, halda gæðum og býst við miklu af manni. Þá leggur maður harðar af sér og ég hlakka mikið til að spila með honum aftur,"
sagði Einar. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Óklárað verkefni frá 2014 - „Tvö lið í efstu deild sem höfðu samband"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner