Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   fim 30. nóvember 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Grosso rekinn frá Lyon eftir að hafa stýrt sjö leikjum
Grosso slasaðist þegar árás var gerð á liðsrútuna í október.
Grosso slasaðist þegar árás var gerð á liðsrútuna í október.
Mynd: X
Franska félagið Lyon hefur rekið ítalska stjórann Fabio Grosso eftir aðeins sjö leiki með stjórnartaumana. Lyon hefur sjö sinnum orðið Frakklandsmeistari en er í neðsta sæti deildarinnar en Grosso hefur aðeins fagnað sigri í einum af sjö leikjum.

Það eru innan við ellefu vikur síðan hann tók við Lyon af Laurent Blanc sem var rekinn í september. Síðasti leikur Grosso var 2-0 tap gegn Lille á sunnudag.

Frakkinn Pierre Sage, þjálfari unglingaliðsins, tekur við aðalliði Lyon til bráðabirgða og stúrir því gegn Lens á laugardag.

Lyon er með sjö stig eftir tólf leiki og er fimm stigum frá öruggu sæti.

Grosso lék með Lyon 2007-2009 en hann slasaðist á andliti þegar stuðningsmenn Marseille gerðu árás á liðsrútu Lyon í október. Þrettán spor voru saumuð við auga hans.
Athugasemdir
banner
banner