Haraldur Árni Hróðmarsson hefur að undanförnu verið orðaður við starf aðstoðarþjálfara hjá FH. Heimir Guðjónsson missti aðstoðarmann sinn í haust þegar Sigurvin Ólafsson var ráðinn þjálfari Þróttar Reykjavíkur.
Halli var í teymi með Heimi þegar Heimir var þjálfari Vals.
Halli var í teymi með Heimi þegar Heimir var þjálfari Vals.
Á síðasta tímabili var Halli aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar hjá ÍA. Dean Martin tók við því starfi í haust.
Fótbolti.net heyrði í Halla í dag og spurði hann út í stöðu mála.
„Það er ekki frágengið," sagði Halli aðspurður hvort hann væri að taka við starfinu hjá FH. En er það útilokað?
„Það er ekki útilokað og ekki staðfest, skulum orða það þannig. Þeir eru bara rólegir og ég líka, samtalið hefur verið þannig," sagði Halli.
Er hann með eitthvað annað í sigtinu?
„Í sjálfu sér ekki nei, ekki neitt sem er að hanga eitthvað yfir mér," sagði Halli að lokum.
Athugasemdir