Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
   fim 30. nóvember 2023 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Þorsteinn á æfingu Íslands í morgun.
Þorsteinn á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Steini tók þátt í reit með stelpunum fyrir alvöruna á æfingunni.
Steini tók þátt í reit með stelpunum fyrir alvöruna á æfingunni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Skallað frá.
Skallað frá.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Kuldinn á ekki að skipta okkur neinu máli. Leikmennirnir eru vanir að spila í kulda í Evrópu núna. Það er ekkert vandamál, völlurinn er upphitaður, þetta er ekki Laugardalsvöllur," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í dag en framundan er leikur við Wales í Þjóðadeild Evrópu og samkvæmt spám gæti orðið -4 gráðu frost þegar leikurinn fer fram.

Leikurinn hefst klukkam 19:15 annað kvöld á Cardiff City leikvangnum en íslenska liðið hefur verið í undirbúningi hér í Cardiff alla vikuna.

„Það eru allir leikmenn heilir og allar með á æfingu í dag. Það lítur allt vel út og ekki yfir neinu að kvarta," sagði Þorsteinn.

„Við reynum að fara af krafti í þennan leik og vitum að Wales kemur til með að pressa okkur hátt og það verða læti í þeim. Við verðum að vera tilbúin að takast á við það og mæta þeim í því. Mér fannst við gera það vel í síðustu tveimur leikjum og þurfum að halda því áfram og vera við sjálf inni á vellinum og þora að framkvæma þá hluti sem leikmenn geta og ef þær gera það þá fáum við góð úrslit," sagði Þorsteinn en má búast við að íslenska liðið sæki hátt líka?

„Það þróast eins og fótboltaleikur þróast en við erum ekki endilega að fara að vera út um allan völl að pressa hátt endilega. Við komum til með að loka ákveðnum svæðum og hleypa þeim í önnur svæði til að reyna að vinna boltann ofarlega á vellinum. Við erum ekki að fara að liggja til baka. Svo sér maður til hvernig leikurinn þróast."

Er búist við hörku? „Já það má búast við að það verði læti í þessum leik og það verði barátta því þetta er úrslitaleikur fyrir þær allavega. Það er ljóst að við þurfum að vera tilbúin í að það verði grimmd í þeim og þær láti finna fyrir sér."

Þorsteinn hefur verið að finna nýtt lið til að spila á eftir að margir leikmenn hættu eftir síðasta ár. Má búast við að hann verði með sama lið og í síðasta verkefni?

„Það kemur bara í ljós. Við höfum verið að finna okkur í þessu en liðið hefur verið tiltölulega líkt milli leikja í Þjóðadeildinni. Það kemur í ljós hvernig þetta verður á morgun," sagði hann en býst hann við að verða sóknarsinnaðri en gegn Dönum og Þjóðverjum í síðasta glugga?

„Við vorum með boltann 40% á móti Dönum og meira með boltann á móti Þjóðverjum en Dönum. Það kemur bara í ljós og snýst aðallega um hvað þú gerir við boltann. Ef við erum markviss í okkar sóknaraðgerðum þá komum við til með að skora og skapa færi. Auðvitað þurfum við líka að verjast því þetta snýst um að vinna fótboltaleikinn og spila vel."

Ertu ekki að kynna þetta fyrir stelpunum sem úrslitaleik til að klára að tryggja sætið í umspilið, er ekki betra að klára það hér en að eiga það eftir gegn Dönum?

„Við höfum ekki rætt það sem slíkt hvort þetta sé úrslitaleikur eða ekki. Við þurfum bara að fara í þennan leik til að vinna. Svo kemur í ljós hver niðurstaðan verður. Við þurfum að fá ákveðna hluti út úr þessum leik til að klára þriðja sætið ef við ætlum að gera það hér."
Athugasemdir
banner