Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   fim 30. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfaraskipti hjá Nantes
Jocely Gourvennec er tekinn við Nantes
Jocely Gourvennec er tekinn við Nantes
Mynd: EPA
Franska félagið Nantes hefur sagt skilið við þjálfarann sinn, Pierre Aristouy.

Nantes hafði aðeins sótt eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum og situr nú í 11. sæti frönsku deildarinnar.

Aristouy tók við liðinu undir lok síðasta tímabils og tókst að stýra liðinu frá falli, en stjórn félagsins er ósátt við byrjun þessa tímabils og hann því látinn fara.

Jocely Gourvennec, fyrrum leikmaður félagsins, hefur tekið við keflinu og mun stýra liðinu út þessa leiktíð með mögulega á að framlengja um annað ár. Hann stýrði áður Lille, Guingamp og Bordeaux.

Fyrsti leikur Gourvennec verður gegn Nice um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner