Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. desember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Giovinco varar Insigne við: Ekki alvöru fótbolti í MLS deildinni
Giovinco í leik með Toronto
Giovinco í leik með Toronto
Mynd: Getty Images
Ítalinn Sebastian Giovinco hefur varað landann sinn Insigne við MLS deildinni en hann hefur verið orðaður við Toronto FC að undanförnu.

Giovinco sem er 34 ára í dag ólst upp hjá Juventus en fór til Toronto FC í MLS deildinni í Bandaríkjunum 28 ára gamall.

Hann segir að það hafi verið draumur að búa þar og fá vel borgað en fótboltinn ekki uppá marga fiska.

„Þetta er ekki alvöru fótbolti. Þeir eru með gott innviði og ég myndi gera þetta aftur, sérstaklega fyrir þennan pening. Ég myndi mæla með þessu fyrir hvern sem er því ég og mín fjölskylda viljum búa hér, þetta er falleg borg."

Giovinco telur að eigendur liðsins vilji fá Insigne aðallega til að fá fleiri áhorfendur á völlinn.

„Síðustu tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn, hann hefur verið mjög tómur. Það voru í kringum 30 þúsund á sínum tíma en ég fór fyrir stuttu og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns. Ég skil af hverju eigendurnir vilja fá Insigne því það er stórt ítalskt samfélag í Toronto. Stuðningsmennirnir mæta til að skemmta sér, þú fattar ekki ástríðuna í ítölskum stuðningsmönnum."

Hann myndi mæla með því fyrir Insigne að fara í MLS en skilur að aðstæðurnar eru aðrar en hann var í á sínum tíma.

„Svona tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni. Ég var í annari stöðu en hann. Hann er fyrirliði Napoli á meðan ég átti erfitt með að fá spiltíma," sagði Giovinco að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner