Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 31. janúar 2023 10:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle vill fá Gallagher eða Berge
Gallagher var í enska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar.
Gallagher var í enska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar.
Mynd: EPA
Newcastle er að láta Jonjo Shelvey fara frá sér, hann er að ganga í raðir Nottingham Forest. Newcastler því með augun á markaðnum í leit að nýjum miðjumanni í hópinn.

Tveir leikmenn eru hvað mest orðaðir við félagið í lok gluggans. Það eru þeir Conor Gallagher hjá Chelsea og Sander Berge hjá Sheffield United.

Chelsea vill ekki lána Gallagher til liðs sem það á í baráttu við í deildinni. Newcastle yrði því að kaupa Gallagher til að fá hann í sínar raðir.

Everton bauð 40 milljónir punda í Gallagher í gær en hann vill ekki fara á Goodison Park.

Engin þróun er þá á áhuga Newcastle á Norðmaninnum Sander Berge en það gæti breyst þegar líður á daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner