Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 31. janúar 2025 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
Kvenaboltinn
Unnur Dóra Bergsdóttir.
Unnur Dóra Bergsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnur Dóra var fyrirliði Selfoss um langt skeið.
Unnur Dóra var fyrirliði Selfoss um langt skeið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til Þróttar.
Mætt til Þróttar.
Mynd: Þróttur
'Ég er metnaðarfullur leikmaður og mér finnst ég passa inn í þetta'
'Ég er metnaðarfullur leikmaður og mér finnst ég passa inn í þetta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Ég þekkti margar í liðinu fyrir og þetta er góð tilbreyting," segir Unnur Dóra Bergsdóttir, nýr leikmaður Þróttar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Það hefur verið tekið vel á móti mér. Þetta er geggjaður hópur. Mér líður strax eins og ég eigi að vera þarna."

Unnur Dóra hefur verið í lykilhlutverki á Selfossi síðustu ár og var fyrirliði uppeldisfélagsins. Hún hefur allan sinn feril spilað með Selfossi en breytir núna til.

Er ekki skrítið að skipta um félag?

„Jú, aðeins. En til að þroskast sem leikmaður og stíga næstu skref, þá var þetta eitthvað sem ég þurfti bara að gera. Ég fann það sjálf eftir sumarið núna að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Þróttur hafði samband og ég vildi gera það."

Valið stóð á endanum á milli Þróttar og Fram. „Hjartað leitaði meira í Þrótt. Óli og Guðrún eru líka geggjuð, þjálfarar með metnað. Ég vil ná lengra og ég finn að þau eru þjálfarar sem geta hjálpað mér í því."

Gott fyrir sjálfstraustið
Unnur viðurkennir að það hafi verið gaman að vita til þess að það væri mikill áhugi til staðar á sér og það hafi verið gott fyrir sjálfstraustið eftir síðustu tvö ár þar sem illa hefur gengið með Selfossi.

„Auðvitað er það gott fyrir sjálfstraustið eftir tvö erfið sumur í röð. Það er alltaf gott að vita af áhuganum," segir Unnur.

Er erfitt að segja skilið við Selfoss?

„Þetta er uppeldisfélagið mitt og ég hef alltaf verið þarna, stelpurnar sem eru þar og þjálfarateymið sem er að taka við núna - ég þekki vel til Gunna Borg. En ég fann að ég þurfti á þessu að halda. Þetta er erfitt en samt sem áður mjög gott," segir hún.

Þegar stórt er spurt
Selfoss hefur tvö sumur í röð fallið niður um deild. Hvað gerðist eiginlega?

„Þegar stórt er spurt," segir Unnur. „Maður hefur verið að pæla í þessu frá því það gerðist. Það er erfitt að finna eitthvað eitt sérstakt. Litlu hlutirnir voru ekki að smella saman. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að þetta hafi verið stöngin út en þetta var ekki okkar tímabil," segir Unnur.

„Þetta var mjög erfitt. Ég tók þetta svolítið inn á mig og fannst ég geta gert meira, en maður er ekki einn í þessu. Þetta var erfitt, ég get sagt það."

Selfoss leikur í 2. deild í sumar en Unnur hefur trú á því að liðið geti komist upp.

„Ég hef fulla trú á því. Þeir eru að sækja geggjaða leikmenn og margar efnilegar sem eru að koma upp. Ég hef bullandi trú á þeim," segir Unnur.

Samkeppni og metnaðarfullt umhverfi
Nú styttist bara í næsta tímabil en Þróttur er á leið inn í sitt annað tímabil undir handleiðslu Ólafs Kristjánssonar. Síðasta tímabil fór brösulega af stað en svo gekk betur þegar leið á og þær enduðu í efri hlutanum.

„Það hefur gengið þokkalega núna. Í Reykjavíkurmótinu höfum við verið að blanda liðinu vel, reynslumeiri og yngri leikmenn saman. Þetta hefur bara verið geggjað. Það er mikil samkeppni sem er frábært," segir Unnur.

Henni líst vel á að vinna með Óla. „Ég er bara búin að heyra góða hluti og af því sem ég hef komist að frá því í nóvember/desember, þá er ég mjög spennt."

„Ég er metnaðarfullur leikmaður og mér finnst ég passa inn í þetta. Auðvitað hef ég trú á því að þetta gangi vel," sagði Unnur að lokum en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner