Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   fös 31. mars 2017 22:05
Kristófer Kristjánsson
Arnar Grétars: Það vilja allir komast í úrslitin
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 6-0 sigur gegn Leikni F. í Lengjubikarnum í kvöld en með sigrinum tókst Blikum að vinna riðilinn og komast í 8-liða úrslit mótsins en þar mæta þeir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 Leiknir F.

„Ég er bara ánægður með það að við vinnum þennan leik mjög sannfærandi. Við erum að spila ágætis leik frá upphafi til enda," sagði Arnar í viðtali að leikslokum en það virtist aldrei vera í vafa um hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

„Ég sá leik með þeim [Leikni F.] á móti Stjörnunni og það er ekkert létt að fara í gegnum þá. Þeir liggja þétt til baka, vel skipulagðir og eru með ágætis leikmenn þannig að það er ekkert sjálfgefið að vinna þessi lið sem eru í fyrstu deildinni og að gera það á þann máta sem við gerðum og ég er sáttur með það.

Spurður hvaða vægi Lengjubikarinn hefði sagði Arnar:
„Ég er allavega þannig þenkjandi að ef maður tekur þátt í einhverju móti að þá vill maður fara alla leið. Þetta eru fínir leikir líka, þetta eru mótsleikir sem eru alltaf öðruvísi heldur en æfingaleikir. Við erum líka að fá fína leiki, við fáum FH og ef við myndum fara áfram þar þá fáum við einhvern flottan leik í undanúrslitum og það vilja allir komast í úrslitin. Þar færðu leikjaálag alveg fram að viku fyrir mót og það er í raun besti undirbúningurinn og ef það gengur vel og þú ferð alla leið þá gefur það sjálfstraust inn í tímabilið. Þetta er ekkert möst en þetta er markmiðið."

Martin Lund Pedersen skoraði annað mark Blika og fór svo meiddur af velli stuttu seinna en það var fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

„Hann hefur dottið á hnéið og þá bólgnaði það upp og ég vildi ekki taka neina sénsa."

8-liða úrslitin fara fram sunnudaginn 9. apríl.
Athugasemdir
banner