Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fös 31. mars 2017 22:05
Kristófer Kristjánsson
Arnar Grétars: Það vilja allir komast í úrslitin
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 6-0 sigur gegn Leikni F. í Lengjubikarnum í kvöld en með sigrinum tókst Blikum að vinna riðilinn og komast í 8-liða úrslit mótsins en þar mæta þeir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 Leiknir F.

„Ég er bara ánægður með það að við vinnum þennan leik mjög sannfærandi. Við erum að spila ágætis leik frá upphafi til enda," sagði Arnar í viðtali að leikslokum en það virtist aldrei vera í vafa um hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

„Ég sá leik með þeim [Leikni F.] á móti Stjörnunni og það er ekkert létt að fara í gegnum þá. Þeir liggja þétt til baka, vel skipulagðir og eru með ágætis leikmenn þannig að það er ekkert sjálfgefið að vinna þessi lið sem eru í fyrstu deildinni og að gera það á þann máta sem við gerðum og ég er sáttur með það.

Spurður hvaða vægi Lengjubikarinn hefði sagði Arnar:
„Ég er allavega þannig þenkjandi að ef maður tekur þátt í einhverju móti að þá vill maður fara alla leið. Þetta eru fínir leikir líka, þetta eru mótsleikir sem eru alltaf öðruvísi heldur en æfingaleikir. Við erum líka að fá fína leiki, við fáum FH og ef við myndum fara áfram þar þá fáum við einhvern flottan leik í undanúrslitum og það vilja allir komast í úrslitin. Þar færðu leikjaálag alveg fram að viku fyrir mót og það er í raun besti undirbúningurinn og ef það gengur vel og þú ferð alla leið þá gefur það sjálfstraust inn í tímabilið. Þetta er ekkert möst en þetta er markmiðið."

Martin Lund Pedersen skoraði annað mark Blika og fór svo meiddur af velli stuttu seinna en það var fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

„Hann hefur dottið á hnéið og þá bólgnaði það upp og ég vildi ekki taka neina sénsa."

8-liða úrslitin fara fram sunnudaginn 9. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner