Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 31. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn stoltur af syni sínum og U19 - „Ólafur Ingi fær ekki nægilega mikla athygli“
Orri Steinn, sonur Óskars, var markahæstur í undankeppni EM U19.
Orri Steinn, sonur Óskars, var markahæstur í undankeppni EM U19.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason tolleraður af U19 leikmönnunum.
Ólafur Ingi Skúlason tolleraður af U19 leikmönnunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, er stoltur af syni sínum og liðsfélögum hans í U19 landsliðinu sem tryggði sér í vikunni sæti meðal átta liða í lokakeppninni Evrópumótsins í þessum aldursflokki.

Sonur hans, Orri Steinn sem spilar fyrir FCK, er helsti markaskorari liðsins og verður í eldlínunni í lokakeppninni sem fram fer á Möltu í júlí.

„Það er stórkostlegt, það er yndislegt fyrir hann og fyrir félaga hans og liðið. Líka Ólaf Inga sem fær ekki nægilega athygli, hann er að gera frábæra hluti með þetta lið," segir Óskar í viðtali við Fótbolta.net og hrósar Ólafi Inga Skúlasyni, þjálfara U19 liðsins.

„Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með þessu liði. Leiðinlegt að þessir leikir voru ekki sýndir í beinni útsendingu og það gat eiginlega enginn séð þá. Þeir eru sýndir á Wyscout og einhvers staðar."

Óskar vonast þó eftir því að leikirnir í lokakeppninni í sumar verði sýndir í sjónvarpi hér á landi.

„Auðvitað væri gott ef Stöð 2 Sport gæti keypt réttinn á þessu og sýnt leikina. Þetta lið getur verið rosalega stolt af því sem það hefur afrekað, gera jafntefli við Tyrki, vinna England og vinna svo Ungverjaland á sannfærandi hátt í leik þar sem allt var undir og þeir þurftu að vinna," segir Óskar.

„Þeir sýndu mikinn andlegan styrk og svo veit ég það bara að þetta er geggjuð liðsheild, rosalega sterkur hópur, samstilltir og allir eru jafnir, engir kóngar. Það er svo rosalega dýrmætt að máta sig við erlend lið, þú lærir rosalega mikið af því. Fyrir þessa stráka að fá þessa úrslitakeppni á Möltu í júlí er ómetanlegt."

Óskar Hrafn var í viðtali í sérstökum upphitunarþætti Innkastsins sem kom inn í gær
Upphitun Innkastsins - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner