Wendie Renard, fyrirliði franska kvennalandsliðsins, er mætt aftur í landsliðshópinn eftir stutta pásu.
Renard og fleiri lykilleikmenn í liðinu tilkynntu það fyrir stuttu að þær ætluðu að taka sér pásu frá landsliðinu út af óboðlegum aðstæðum. Í kjölfarið var Corinne Diacre rekinn úr starfi þjálfara liðsins en hún þykir mikill harðstjóri.
Herve Renard tók við liðinu og hefur núna valið fyrirliðann í sinn fyrsta landsliðshóp.
Framherjinn Eugenie Le Sommer er einnig mætt aftur í hópinn en hún var út í kuldanum hjá Diacre.
Frakkland þykir til alls líklegt á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar, en liðið er talsvert líklegra án Diacre við stjórnvölinn.
Athugasemdir