,,Eins og fullorðinn maður að spila gegn börnum
Edigerson Gomes Almeida lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir FH í kvöld er liðið sló KA út úr Mjólkurbikar karla. Eddi hefur verið að glíma við meiðsli en var mættur til leiks í kvöld.
Miklar vonir eru bundnar við Eddi, en hann er 29 ára miðvörður sem er í láni frá Henan Jianye í kínversku ofurdeildinni.
Gomes er í láni hjá FH til 30. júní, en það vakti nokkra furðu þegar hann lenti í Hafnarfirðinum þar sem hann var fyrir nokkrum árum einn besti varnarmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Miklar vonir eru bundnar við Eddi, en hann er 29 ára miðvörður sem er í láni frá Henan Jianye í kínversku ofurdeildinni.
Gomes er í láni hjá FH til 30. júní, en það vakti nokkra furðu þegar hann lenti í Hafnarfirðinum þar sem hann var fyrir nokkrum árum einn besti varnarmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvernig Eddi myndi standa sig í kvöld og er óhætt að segja að hann hafi ekki ollið vonbrigðum.
Hann fékk mikið lof á Twitter og var einnig hrósað af fréttaritara okkar á Kaplakrikavelli. „Eddi Gomes er að eiga hrikalega auðveldan leik í hafsentinum, lítur rosalega vel út og er eins og hann sé bara úti á leikvelli," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu.
Hér að neðan má sjá það sem sagt var um Gomes á Twitter í kvöld.
Krúttlegt að sjá Eddi Gomes leika við litlu frændur sína í beinni útsendingu.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 31, 2018
Ok þessi Eddie Gomes er fáránlega góður miðvörður. #fotboltinet
— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) May 31, 2018
Ég er búinn að leysa þetta knatthúsa blaður í HFJ. Haukar fá hús, FH gerir tveggja ára samning við Eddi Gomes! Þvílíka tröllið! #fotboltinet
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) May 31, 2018
Eddi Gomes eins og fullorðinn maður að spila gegn börnum í Hafnafirði í kvöld. Fær líklega meiri mótspyrnu í næstu leikjum en þetta var alltof einfalt í dag.
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) May 31, 2018
Jesus hvað Eddi Gomes er góður í fótbolta
— Guðlaugur Valgeirs (@GulliValgeirs) May 31, 2018
Summary of the first half:
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) May 31, 2018
Halldór Orri scored. Eddi Gomes is good. Steinþór Freyr can throw a football well.
Can confidently say that @fhingar will never concede a goal when Eddi Gomes is playing. Extend his loan for the rest of the year and the league is theirs.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) May 31, 2018
Athugasemdir




