Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: Jafntefli í markaleik Blika og Valsmanna
Patrick Pedersen gerði tvö fyrir Val, en landi hans Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk fyrir Breiðablik.
Patrick Pedersen gerði tvö fyrir Val, en landi hans Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 3 Valur
0-1 Orri Sigurður Ómarsson ('10)
1-1 Thomas Mikkelsen ('15)
2-1 Thomas Mikkelsen ('25, víti)
2-2 Patrick Pedersen ('35, víti)
2-3 Patrick Pedersen ('65)
3-3 Kwame Quee ('90)

Breiðablik og Valur skildu jöfn í fjörugum markaleik á Kópavogsvelli í kvöld. Allur ágóði af miðasölu á leikinn rann til Píeta samtakanna.

Leikurinn var mjög fjörugur og fengu bæði lið fullt af færum til að skora. Orri Sigurður Ómarsson kom Val yfir á tíundu mínútu en stuttu síðar jafnaði Daninn Thomas Mikkelsen fyrir Blika. Mikkelsen var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar.

Í liði Vals er líka mjög öflugur danskur sóknarmaður. Patrick Pedersen jafnaði úr vítaspyrnu á 35. mínútu og var staðan jöfn í hálfleik. Hann kom Val svo yfir eftir 20 mínútur í síðari hálfleiknum.

Valsmenn virtust vera að landa sigrinum, en í uppbótartíma jafnaði varamaðurinn Kwame Quee og tók hann nokkur góð dansspor í kjölfarið.

Lokatölur 3-3 í þessum fjöruga leik á Kópavogsvelli. Pepsi Max-deildin hefst svo um miðjan næsta mánuð, en búast má við því að bæði þessi lið verði í toppbaráttu þar.


Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner