Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri bannar tæklingar: Las um meiðsli í öðrum deildum
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, þjálfari Sampdoria, segir að tæklingar séu bannaðar á æfingum liðsins.

Leikmenn hafa verið stopp í tvo mánuði sem er óvanalega langur tími fyrir atvinnumann í knattspyrnu nú til dags.

Ranieri hefur verið að taka eftir meiðslum leikmanna í öðrum deildum eftir að fótboltinn fór aftur af stað og vill takmarka meiðslahættu hjá sínum mönnum.

„Það er mikilvægt að setja ekki of mikla pressu á leikmenn. Ég er búinn að lesa um meiðsli sem leikmenn í öðrum deildum hafa orðið fyrir strax eftir endurkomuna og vil koma í veg fyrir að það hendi mína leikmenn," sagði Ranieri í samtali við vefsíðu Sampdoria.

„Við erum byrjaðir að auka ákefðina á æfingum en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er í fyrsta sinn í sögu nútíma knattspyrnu sem leikmenn eru stopp í meira en tvo mánuði.

„Tæklingar hafa verið bannaðar á æfingum hjá okkur og það er ekki vegna Covid-19 heldur vegna aukinnar meiðslahættu."

Athugasemdir
banner
banner
banner