Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. maí 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það sem Mourinho sagði til að sannfæra Fabregas
Lofaði honum því að Chelsea myndi vinna titilinn
Mourinho fékk Fabregas til Chelsea.
Mourinho fékk Fabregas til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur útskýrt það hvernig Jose Mourinho náði að sannfæra hann um að ganga í raðir Chelsea sumarið 2014.

Fabregas var eftirsóttur eftir þrjú tímabil í Barcelona, en Chelsea landaði honum.

Í samtali við Rio Ferdinand, fyrrum varnarmann Manchester United, sagði Fabregas: „Jose er með eitt kerfi, en hann vinnur mjög vel í því kerfi. Hann er með sérstaka leikmenn fyrir rétta kerfið. Þegar ég hitti hann fyrst sagði hann við mig að hann ætlaði að fá tvo leikmenn. 'Ég ætla að fá Diego Costa og ef þú kemur...', hann teiknaði upp liðið og sagði að þetta lið myndi vinna titilinn."

„Hann er frábær þjálfari fyrir frábæra leikmenn. Hann spilar mikið með hugann þinn," segir Fabregas, sem leikur í dag með Mónakó í Frakklandi.

Þess má geta að Chelsea varð Englandsmeistari tímabilið 2014/15, eins og Mourinho sagði við Fabregas að myndi gerast.
Athugasemdir
banner
banner
banner