Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Pluram tengingin sterk hjá Gladbach - Union í frjálsu falli
Mynd: Getty Images
Borussia M. 4 - 1 Union Berlin
1-0 Florian Neuhaus ('17 )
2-0 Marcus Thuram ('41 )
2-1 Sebastian Andersson ('50 )
3-1 Marcus Thuram ('59 )
4-1 Alassane Plea ('81 )

Gladbach tók á móti Union frá Berlin í fyrri leik dagsins í þýsku Bundesliga. Union hafði ekki unnið í sex leikjum fyrir leikinn í dag og færist neðar í töflunni á meðan Gladbach er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Florian Neuhaus kom heimamönnum yfir á 17. mínútu og Marcus Thuram sá til þess að Gladbach leiddi með tveimur mörkum í hálfleik.

Sebastian Andersson minnkaði muninn á 50. mínútu en Thuram og Alassane Plea sáu til þess að Gladbach sigraði leikinn 4-1. Thuram hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Plea lagði upp bæði mörkin fyrir Thuram og hefur tvieykið fengið viðurnefið Pluram.

Gladbach er eins og stendur í 3. sæti en RB Leizpig getur komist þangað með sigri í leiknum sem liðið á til góða. Union er fjórum stigum fyrir ofan umspilssæti.

Sjá einnig:
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd eftir að hafa skorað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner