mið 31. maí 2023 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Sevilla meistari í sjöunda sinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sevilla 5 - 2 Roma
0-1 Paulo Dybala ('35 )
1-1 Gianluca Mancini ('55 , sjálfsmark)


Þetta var rosalegur baráttuleikur, bæði innan sem utan vallar. Það var mikill hasar milli liðanna á bekknum og tveir leikmenn Sevilla fengu gult spjald af bekknum.

Roma vildi fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Fyrst fékk Tammy Abraham höfuðhögg eftir hættuspark og í seinna atvikinu féll Lorenzo Pellegrini fyrirliði liðsins í teignum. Anthony Taylor dómari leiksins gaf hönum hins vegar gult spjald fyrir dýfu.

Eftir 35 mínútna leik braut Paulo Dybala ísinn þegar hann komst í gegn og setti boltann framhjá Bono í marki Sevilla.

Sevilla jafnaði metin en það var Gianluca Mancini sem gerði það með sjálfsmarki.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og framlengja þurfti leikinn. Þar hélt baráttan áfram en sex mínútum var bætt við og það urðu töf í uppbótartímanum sem varð til þess að hann fór yfir 10 mínútur áður en leik lauk og vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá sigurvegara.

Chris Smalling var nálægt því að tryggja Roma titilinn undir lok framlengingarinnar en tilraun hans hafnaði í slá.

Sevilla skoraði úr tveimur fyrstu spyrnunum en Gianluca Mancini sem hafði skorað sjálfsmark í leiknum klikkaði á annarri spyrnu Roma. Rakitic skoraði úr þriðju spyrnu Sevilla og Roger Ibanez klikaði.

Staðan 3-1 fyrir Sevilla og Gonzalo Montiel gat tryggt liðinu sigurinn. Hann lét Rui Patricio verja frá sér en spyrnuna þurfti að endurtaka þar sem Patricio var kominn af línunni. Í annarri tilraun skoraði Montiel og tryggði Sevilla titilinn.

Montiel tryggði Argentínu einnig heimsmeistaratitilinn í Katar með sigurspyrnunni í vítaspyrnukeppninni.


Athugasemdir
banner
banner