Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. júlí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
David Luiz vann mál gegn byggingafyrirtæki - Notuðu mynd af honum grátandi
Mynd: Getty Images
Brasilíska byggingafyrirtækið Wemake Construcoes þarf að greiða David Luiz tæplega 5000 evrur, eða tæplega 800 þúsund íslenskar krónur, í skaðabætur.

Upprunalegri kæru David Luiz á hendur fyrirtækinu var vísað frá af dómara en varnarmaðurinn frægi áfrýjaði og vann málið.

Fyrirtækið notaði mynd af David Luiz í auglýsingu hjá sér. Það var ekki hvaða mynd sem er, því á henni var Luiz grátandi eftir 7-1 tap gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM á eigin heimavelli.

Með myndinni fylgdu skilaboðin: „Þegar þú ræður áhugamenn til að láta drauma fjölskyldunnar rætast, eru líkurnar næstum 7 gegn 1."

Luiz er 33 ára gamall og er samningsbundinn Arsenal út næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner