
Þróttur R. 0 - 0 Fjölnir
Lestu um leikinn
hÞað var rosalegur kraftur í Þrótturum þegar liðið fékk topplið Fjölnis í heimsókn í Lengjudeildinni í kvöld.
Kostiantyn Iaroshenko átti skot í slá eftir um tíu mínútna leik og stuttu síðar var Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson í dauðafæri einn á móti marki en var allt of lengi að athafna sig og Fjölnismenn komu boltanum frá.
Vilhjálmur átti síðan skalla í stöng eftir klukkutíma leik en boltinn vildi ekki inn í markið.
Fjölnismenn fengu tækifæri til að skora um miðjan fyrri hálfleikinn en allt kom fyrir ekki. Markalaust jafntefli niðurstaðan en Fjölnir er áfram á toppnum en Þróttur hefur nú spilað sex leiki í röð án þess að tapa og situr í 6. sæti.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir