Viktor Unnar Illugason leikmaður Breiðabliks var færður í burt úr sjúkrabíl á æfingu liðsins í gær.
Viktor lenti í samstuði á æfingunni og óttast var að hann hefði brotið viðbeinið.
Eftir myndatöku kom þó í ljós að viðbeinið er ekki brotið en honum tókst þó meiðast alvarlega þar í kring og verður frá í tvær vikur.
,,Ég ætlaði að nýta fríið sem kemur í kring um EM og koma mér í betra form svo þetta er svekkjandi," sagði Viktor Unnar í samtali við Fótbolta.net.
Hann mun þó væntanlega bara missa af einum leik ef allt gengur upp.