Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 13. ágúst 2011 21:37
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Twitter síða Joey Barton | Twitter síða Robbie Savage | Twitter síða Jack Wilshere 
Joey Barton svarar fullum hálsi: Átti ég að slást við hann?
Barton og Gervinho eigast við í dag.
Barton og Gervinho eigast við í dag.
Mynd: Getty Images
Joey Barton leikmaður Newcastle United liggur ekki á skoðunum sínum á samskiptavefnum Twitter í kvöld og svarar hverjum þeim sem gagnrýnir hann fyrir atvik í leiknum gegn Arsenal í dag fullum hálsi.

Atvikið sem um ræðir er þegar hann lét sig falla með tilþrifum eftir að Gervinho setti hönd í andlit hans í leiknum. Fyrir brotið sá Gervinho rauða spjaldið og Barton hefur verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla of auðveldlega.

Eins súrealískt og dæmið gæti orðið kemur Robbie Savage honum til varnar en það er klárt mál að hvorugur þeirra hefur þótt vinsæll af stuðningsmönnum andstæðinga þeirra.

,,Gervinho getur ekki slegið Barton, það er rautt, song traðkaði á Barton, það hefði átt að vera rautt!" sagði Robbe Savage á Twitter síðu sinni fljótlega eftir leik og Barton svaraði strax.

,,Vel sagt Sav, kannski hefði ég ekki átt að skipta mér af en að dífa sér og reyna að ná í víti, það er illa gert og verður að koma út," svaraði Barton honum og þá hófst umræða þeirra á milli.

,,Sæll félagi, Song gerði rangt, rautt, gervinho rautt spjald, en í sannleika sagt hefðir þú ekki átt að blanda þér í málin og fórst of auðveldlega niður. En ef það er snerting þá lætur maður sig falla eins og ég gerði oft," sagði Savage.

Barton setti svo færslur sjálfur til allra sinna lesenda á Twitter síðuna. ,,Hvað vill fólk að ég geri, standi og skiptist á höggum við Gervinho? Ef þú lyftir hendi í andlit leikmanns, þá áttu að fara af velli. Dómarinn gerði rétt. Ímyndið ykkur ef ég hefði traðkað á Song, allir vitleysingarnir hefðu krafist opinberrar aftöku. Er það allt í lagi ef það er í minn garð? #hræsnarar. "

,,Frábær úrslit og frammistaða frá drengjunum. Á persónulegu nótunum, þá sannað ég vonandi í dag að ég er trúr félaginu, ef það lék einhvern tíma á því vafi. #tonarmy."


Fjörið hélt svo áfram því Jack Wilshere leikmaður Arsenal blandaði sér inn í umræðuna og sagði: ,,Mér fannst Joey Barton gera rangt í dag! Hann hefði ekki átt að blanda sér í málin og ráðast á Gervinho svona. Vildi bara segja þetta," sagði Wilshere.

Barton var fljótur að svara fyrir sig og sagði: ,,Jack Wilshere, varla árás?" og Wilshere svaraði: ,,Þetta er tegund af árás vinur minn, þetta ætti ekki að gerast á fótboltavelli."

Umræðan er komin í hlé í bili því Joey Barton tilkynnti að hann væri farinn að horfa á fótboltaþáttinn Match of the Day.
banner
banner